- Auglýsing -
- Auglýsing -

Roland stefnir á landamæri Slóvakíu

Roland Eradze og Savukynas Gintaras eru á leiðinni frá Úkraínu. Um gamla mynd er að ræða. Mynd/aðsend
- Auglýsing -

Roland Eradze, handknattleiksþjálfari hjá HC Motor, ákvað í gær að yfirgefa Úkraínu enda ekkert annað að gera eins og ástandið er í landinu. Hann og Gintaras Savukynas, þjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor eru saman á bíl út úr landinu og stefna að landamærunum að Slóvakíu.


Eins og kom fram á handbolta.is á fimmtudaginn þá komu þeir til Úkraínu frá kappleik í Póllandi ásamt leikmönnum HC Motor í þann mund sem innrás rússneska hersins inn í Úkraínu hófst, aðfaranótt fimmudagsins.


Þegar handbolti.is heyrði síðast í Roland, seint í gærkvöldi, höfðu þeir félagar hætt við að fara í gegnum landamæri Úkraínu og Póllands vegna langra biðraða við landamærin. Þess í stað höfðu Roland og Savukynas sett stefnuna á landamæri Úkraínu og Slóvakíu. Í gærmorgun voru þeir í Zaporizjzja í suð-austur hluta Úkraínu þar sem HC Motor-liðið er með bækistöðvar. Það er því yfir langan veg að fara.


Fram kom hjá Ingólfi Bjarna Sigfússyni fréttamanni RÚV í fréttum í morgun að allt að sólarhrings bið væri við landamæri Úkraínu og Póllands, þ.e. að fara inn í Pólland. Ingólfur Bjarni bíður þar ásamt fleiri Íslendingum. Fram kom í máli Ingólfs Bjarna að eldsneytisskortur væri farinn að segja til sín í landamærabænum Lviv. Margir verði að skilja bifreiðar sínar eftir af þeim sökum.


Roland og Savukynas, sem er Litái, vonast til að styttri bið sé við landamærin inn í Slóvakíu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -