- Auglýsing -
Handknattleikssamband Úkraínu hefur gefið leiki sína við Finna í fyrstu umferð umspilsins um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í næstu viku.
Handknattleikssamband Evrópu greindi frá þessu í tilkynningu í dag. Þar sagði að í ljósi ástands mála í Úkraínu eftir innrás Rússa í landið sé útilokað fyrir landslið Úkraínu að fara til Finnlands og leika þar.
Til stóð að báðar viðureignir færu fram í Finnlandi í næstu viku.
Finnar eru þar með komnir í aðra umferð umspilsins sem leikin verður um miðjan apríl. Þeir mæta Króötum heima og að heiman 13. og 16. apríl.
Viðureignir Færeyinga og Hvít-Rússa í fyrstu umferð umspilsins hafa verið felldar niður og Færeyingar færðir upp í aðra umferð þar sem þeir mæta Þjóðverjum.
Leikir Belga og Slóvaka í fyrstu umferð umspilsins verður í annarri umferð en til stóð að sigurliðið mætti Rússum í annarri umferð. Rússum hefur verið vísað úr keppni eins og Hvít-Rússum.
- Auglýsing -