Eftir að hafa tapað fyrir ÍR á miðvikudagskvöld þá bitu leikmenn ungmennaliðs Gróttu í skjaldarrendur í kvöld við komu í Hertzhöllina á Seltjarnarnesi með þeim afleiðingum að þær héldu heim á leið að leikslokum með stigin tvö sem sem bitist var um. Fyrir vikið sátu leikmenn Gróttu eftir með sárt ennið, lokatölur, 27:24, fyrir HK U.
Sara Katrín Gunnarsdóttir fór hamförum í Hertzhöllinni og skoraði 17 af 27 mörkum HK-liðsins. Vissu leikmenn Gróttu ekki sitt rjúkandi ráð enda komu þeir engum böndum yfir Söru Katrínu sem var markadrottning Grill66-deildarinnar á síðasta keppnistímabili.
Grótta er áfram í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig eftir 15 leiki. Ungmennalið HK komst upp að hlið Fram í sjötta til sjöunda sæti með sigrinum. HK hefur náð saman 13 stigum til þessa.
Bitu frá sér í Dalhúsum
Fjölnir/Fylkir beit einnig frá sér í kvöld þegar liðið tók á móti ungmennaliði Stjörnunnar og vann sannfærandi sigur í Dalhúsum, 29:22. Engu að síður situr Fjölnisliðið í neðsta sæti deildarinnar. Leikmenn undirstrikuðu hinsvegar með sigrinum að þeir hafa ekki misst móðinn þótt á brattann hafi verið að sækja allt keppnistímabilið.
Fjölnir/Fylkir var marki yfir í hálfleik, 14:13.
Grótta – HK U 24:27 (13:13).
Mörk Gróttu: Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 5, Rut Bernódusdóttir 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 4, Valgerður Helga Ísaksdóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Anna Katrín Stefánsdóttir 2, Helga Guðrún Sigurðardóttir 1, Katrín Scheving 1.
Mörk HK U.: Sara Katrín Gunnarsdóttir 17, Þóra María Sigurjónsdóttir 4, Amelíka Laufey Miljevic 2, Telam Medos 1, Kristín Guðmundsdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1, Hekla Vilhelmsdóttir 1.
Fjölnir/Fylkir – Stjarnan U 29:22 (14:13).
Mörk Fjölnis/Fylkis: Ada Kozicka 6, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 6, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 5, Telma Sól Bogadóttir 4, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir 3, Azra Cosic 2, Berglind Björnsdóttir 2, Tina Stojanovic 1.
Mörk Stjörnunnar U.: Sonja Lind Sigsteinsdóttir 11, Thelma Dögg Einarsdóttir 4, Adda Sólbjört Högnadóttir 3, Birta María Böðvarsdóttir 1, Hekla Rán Hilmarsdóttir 1, Thelma Sif Sófusdóttir 1, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.