- Auglýsing -
„Í fyrsta lagi þá lék Valsliðið betur en við í dag og í öðru lagi var það mikið áfall fyrir okkur þegar Emma var útilokuð frá leiknum undir lok síðari hálfleiks,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Fram í samtali við handbolta.is í gær eftir að Fram tapaði með sex marka mun fyrir Val, 25:19, í úrslitaleik Coca Cola-bikarsins í handknattleik kvenna.
„Þegar Emma datt út þá riðlaðist margt í okkar skipulagi. Við þurftum þar með að gera breytingar á skipulagi okkar. Því miður þá réðum við ekki við þær breytingar. Varnarleikurinn er okkar aðal og þegar litið er til þess að tvo sterka varnarmenn vantaði þá var það bara of mikið fyrir okkur. Því miður en Valur var sterkari að þessu sinni,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram.
- Auglýsing -