- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HSÍ fékk grænt ljós frá Þýskalandi

Fagnað á EM í Svíþjóð á EM 2020. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslenskum landsliðsmönnum sem leika með þýskum félagsliðum hefur verið heimilað að leika með íslenska landsliðinu gegn Litháen í undankeppni EM í handknattleik í næstu viku. HSÍ fékk í kvöld skriflega yfirlýsingu frá samtökum félaga í Þýsklandi um að þau gefi leikmönnum sínum leyfi til þess að koma til Íslands til æfinga og leiksins sem verður í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið í næstu viku.

Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við handbolti.is fyrir nokkrum mínútum. Staðfestingin var þá nýlega dottinn inn í pósthólf hans. „Það var mikill léttir að fá staðfestinguna,“ sagði Róbert við handbolta.is.


Alls eru níu leikmenn í landsliðshópnum sem valinn var á dögunum hjá þýskum félagsliðum auk þess sem landsliðsþjálfarinn, Guðmundur Þórður Guðmundsson, er þjálfari hjá Melsungen.

Mæta öllum skilyrðum


Róbert segir að félögin veiti leikmönnum heimild til þess að fara til Íslands gegn því að Handknattleikssamband Íslands uppfylli þau skilyrði um sóttvarnir sem félögin krefjast. Þar á meðal að leikmenn gangist reglulega undir skimun fyrir kórónuveirunni meðan á dvöl þeirra stendur. Róbert segir skilyrðin vera þau sömu og sett voru fram í bréfi félaganna fyrir helgi. HSÍ svaraði því bréfi og samþykkti allar kröfur enda nokkuð samhljóma þeim reglum sem gilda hér á landi um svokallaða vinnustaðasóttkví.


Engar nýjar kröfur eru gerðar af hálfu félaganna í staðfestingarpóstinum sem barst í kvöld. Aðeins er hnykkt á fyrri skilyrðum og lögð áhersla á þeim verði fyllt út í ystu æsar.

Í vinnustaðasóttkví


Allir leikmenn landsliðsins auk þjálfara og starfsfólks liðsins s.s. sjúkraþjálfarar og læknar munu sæti svokallaðri vinnustaðasóttkví meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi. Skiptir þá engu máli frá hvaða landi menn koma. Það þýðir m.a. að liðið mun búa einangrað á afmörkuðu svæði á hótelinu og má ekki hafa samskipti við neinn utan hópsins meðan á dvöl þeirra stendur. Hver og einn í hópnum býr í sérherbergjum og mega aðeins fara út af hótelinu til æfinga og leikja. Fleiri reglur gilda.


Allir munu gangast undir skimun við komuna til landsins, 1. og 2. nóvember, aftur hinn 4. nóvember og þá þriðju 7. nóvember áður en haldið verður af landi brott. Þýsku félögum krefjast þess m.a. að leikmenn framvísi vottorði um að hafa farið í skimun fyrir kórónuveiru a.m.k. 48 tímum áður en þeir koma á ný til Þýskalands þar sem þeirra bíður næsta skimun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -