- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kapphlaupið um efsta sætið heldur áfram

- Auglýsing -

Kapphlaup Volda og Gjerpen HK Skien um efsta sæti norsku 1. deildarinnar í handknattleik kvenna heldur áfram. Bæði lið unnu örugglega leiki sína í kvöld og þar af leiðandi heldur Volda tveggja stiga forskot í efsta sæti eftir 15 umferðir.


Katrín Tinna Jensdóttir skoraði eitt mark fyrir Volda í tíu marka sigri liðsins á Fjelljammer í hinni nýju og glæsilegu keppnishöll, Volda Campus Sparebank1 Arena, 27:17. Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari gat verið ánægður með sitt lið. Það hafði svo að segja gert út um leikinn þegar að loknum fyrri hálfleik. Þá var staðan 18:4, Volda í vil. Að vanda var Hilmar Guðlaugsson Halldóri Stefáni til halds og trausts í leiknum.

Sara Dögg markahæst

Sara Dögg Hjaltadóttir var markahæst hjá Gjerpen HK Skien er liðið vann stórsigur á heimavelli, 31:20, á Randesund. Sara Dögg skoraði fimm mörk, þar af eitt úr vítakasti. Gjerpenliðið var þremur mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var að baki, 13:10. Ekki hljóp spenna í leikinn í Skienshallen í síðari hálfleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -