Þeim fjölgar stöðugt leikjunum í undankeppni EM karla sem hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins í Evrópu. Fyrr í vikunni var viðureign Íslands og Ísraels sem fram átti að fara hér á landi 7. nóvember frestað um ótiltekinn tíma auk beggja viðureigna Færeyinga og Tékka, leikjum Norðmanna og Letta og Hvít-Rússa og Ítala. Fleiri leikir hafa bæst á lista Handknattleikssambands Evrópu. Alls hefur nærri þriðjungi þeirra viðureigna sem voru fyrirhugaðar verið frestað eða 11 af 32. Alls eru riðlar undankeppninnar átta og stóð til að fjórir leikir færu fram í hverjum þeirra í fyrsta hluta undankeppninnar.
Svona var staðan í gærkvöldi.
1.riðill:
Serbía – Grikkland, átti að fara fram 4. nóvember.
Frakkland – Belgía, átti að fara fram 4. nóvember.
Belgía – Serbía, átti að fara fram 7. nóvember.
Frakkland – Grikkland, átti að fara fram 8. nóvember.
Öllum leikjum fyrstu umferðar í fyrsta riðli hefur verið frestað um ótiltekinn tíma.
3.riðill:
Tékkland, Færeyjar, átti að fara fram 4. nóvember.
Færeyjar – Tékkland, átti að fara fram 7. nóvember.
4.riðill:
Ísland – Ísrael, átti að fara fram 7. nóvember.
5.riðill:
Pólland – Holland, átti að fara fram 8. nóvember.
Erlingur Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV, er landsliðsþjálfari Hollands.
6.riðill:
Hvíta-Rússland – Ítalía, átti að fara fram 4. nóvember.
Noregur – Lettland, átti að fara fram 4. nóvember.
EHF-bikarinn:
Slóvakía – Króatía, átti að fara fram 4. nóvember.
Spánn – Slóvakía, átti að fara fram 7. nóvember.
EHF-bikarkeppni landsliða er haldin í annað sinn í aðdraganda EM karla. Í keppninni taka þátt þau landslið sem taka ekki þátt í riðlakeppninni, þ.e. gull,- og silfurhafa EM 2022, Spánn og Króatar, og gestgjafar EM2022, Ungverjar og Slóvakar.