- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skatturinn styttir dvölina

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Vegna skattareglna í Noregi mun franski handknattleiksmaðurinn Luc Abalo ekki nýtast norska meistaraliðinu Elverum nema á hluta keppnistímabilsins. Ástæðan er einfaldlega sú að Elverum hefur ekki ráð á öllum þeim útgjöldum sem fylgja komu kappans til Noregs, þ.e. ef hann byggi í landinu t.d. í eitt ár. Ástæðan er fyrst og síðast norsk skattalög.

Abalo skrifaði í vor óvænt undir eins árs samning við Elverum og var ætlað að leysa  íslenska landsliðsmanninn Sigvalda Björn Guðjónsson af í hægra horni. Nú er ljóst að Abalo kemur ekki til Elverum fyrr en nokkuð verður liðið á leiktíðina en Elverum leikur m.a. í Meistaradeildinni sem hefst snemma keppnistíðar.

Ástæðan mun vera sú að ef Abalo býr í  Noregi í 183 daga eða skemur þá þarf Elverum aðeins að greiða 15% af launum hans og fríðindum í skatt í stað ríflega 40% ef búsetan fer yfir fyrrgreindan fjölda daga.  „­Þetta var eina færa leiðin fyrir okkur til þess að hafa ráð á Abalo,“ sagði Mads Freriksen við TV2 í heimalandi sínu. 

Abalo flytur til Elverum um miðjan september. Hann hefur fengið að æfa með fyrra liði sínu, PSG í sumar síðan undirbúningstímabilið hófst. Keppni í norsku úrvalsdeildinni hófst 29. ágúst.

Abalo er 35 ára gamall og hefur verið átt fast sæti í franska landsliðinu í hálfan annan áratug og á þeim tíma unnið til fjölda verðlauna með landsliðinu en einnig US Ivry, Ciudad Real og nú síðasta sem liðsmaður PSG í átta ár. Abalo fékk ekki endurnýjað samning sinn við PSG í vor. Þá fór umboðsmaður hans að skima í kringum sig og bjóða kappann til félagsliða. Forráðamenn Elverum hafa látið hafa eftir sér að þeir hafi ekki tekið póst umboðsmannsins alvarlega í fyrstu. Hreinlega lítið á hann sem gamanmál og talið að verið vær að blekkja með lymskulegum hætti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -