- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erum nánast í heimasóttkví

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen, gefur leikmönnum sínum skipanir. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

„Við höfum sloppið fram að þessu eftir að deildarkeppnin hófst fyrir mánuði en förum tvisvar í viku í skimun. Annars erum við nánast í heimasóttkví. Það er ekki hægt að kalla það annað. Við gerum ekkert annað en að fara æfingar og vera heima þess á milli. Þannig er lífið hér ytra um þessar mundir,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska 1. deildar liðsins MT Melsungen og landsliðsþjálfari Íslands í karlaflokki í samtali við handbolta.is.


Guðmundur segir að nokkru áður en keppnistímabilið hófst hafi sjúkraþjálfari liðsins veikst og tveir leikmenn liðsins farið í sóttkví en sem betur fer sloppið við smit og því getað haldið sínu striki strax að sóttkví lokinni.


„Fram til þessa höfum við í Melsungen mátt haft nokkra áhorfendur á heimaleikjum en nú hafi verið tekið fyrir það. Engir áhorfendur mega koma á leik Melsungen og Norhorn í dag. Auk þess hafi verið fáir eða jafnvel engir áhorfendur á mörgum leikjum deildarinnar sem breytir mjög stemningunni. Flest bendir til þess að leikið verið út árið í þýsku 1. deildinni án áhorfenda,“ sagði Guðmundur Þórður.


Eftir helgina verður hert ennþá meira á reglum um sóttvarnir og samkomur í Þýskalandi sem m.a. gera að verkum að veitingahús verða meira og minna lokuð.


„Stemningin er mjög sérstök að mörgu leyti og erfitt að ná upp rétta spennustiginu í leikmannahópnum fyrir leiki þegar svo dauflegt er í íþróttahöllunum. Við höfum reynt að búa til einhverja stemningu á bekknum til að keyra okkur upp í leikina en andrúmsloftið er ótrúlega skrítið. Kannski þess vegna hafa fyrir vikið sést undarlega úrslit í nokkrum leikjum,“ sagði Guðmundur Þórður.


Ómögulegt er að segja til hvernig framhaldið verður. Veiran hefur sótt í sig veðrið í Þýskalandi eins og annarstaðar. Þá eru framundan landsleikir sem margir leikmenn úr félagsliðum í Þýskalandi taka þátt í víða um Evrópu með tilheyrandi ferðalögum sem ekki eru einföld um þessar mundir. Guðmundur segir nánast útilokað að gera sér grein fyrir hvað morgundagurinn muni bera í skauti sér.


„Smit að koma upp eins og til dæmis hjá Leipzig sem hefur áhrif á önnur lið sem Leipzig hefur mætt að undanförnu. Þar af leiðandi getur smitum fjölgað meðal leikmanna á næstunni. Það eru til dæmis nokkrir leikir núna um helgina áður en landsleikjahléið tekur við,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen í Þýskalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -