- Auglýsing -
Hörður er kominn í efsta sæti Grill66-deildar karla í handknattleik eftir 14 marka sigur á Kórdrengjum, 37:23, á Ísafirði í dag. Hörður var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:12. Aðeins níu leikmenn voru á skýrslu hjá Kórdrengjum í leiknum.
Með sigrinum fór Hörður einu stigi upp fyrir ÍR. Ísfirðingar hafa nú 28 stig eftir 17 leiki. ÍR hefur 27 stig, einnig að loknum 17 leikjum. Auk þess stendur Hörður betur að vígi í innbyrðis leikjum.
Fjölnismenn eru í þriðja sæti með 26 stig og á leik til góða á Hörð og ÍR. Þór Akureyri er síðan í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig að loknum 14 leikjum.
Mörk Harðar: Óli Björn Vilhjálmsson 6, Suguru Hikawa 5, Daníel Wale Adaleye 4, Tadeo Salduna 4, Guntis Pilpuks 4, Sudario Eidur Carneiro 3, Axel Sveinsson 3, Mikel Arista Amilibia 3, Elías Ari Guðjónsson 2, Kenya Kasahara 2, Jón Ómar Gíslason 1.
Mörk Kórdrengja: Tomas Helgi Wehmeier 11, Hrannar Máni Gestsson 6, Egill Björgvinsson 4, Markús Björnsson 1, Viktor Bjarki Ómarsson 1.
Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.
- Auglýsing -