- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir íslenskir sigrar

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

Melsungen, liðið sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar og Arnar Freyr Arnarsson leikur með, færðist upp í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar í dag með öruggum sigri á heimavelli á liði Nordhorn, 33:28. Melsungen hefur þar með níu stig, eins Stuttgart, en er stigi á eftir Rhein-Neckar Löwen, Flensburg og Kiel, þegar sex umferðir eru að baki í deildinni.

Kiel vann afar öruggan sigur á GWD Minden á heimavelli í dag, 41:26.

Arnar Freyr skoraði tvö mörk í þremur skotum fyrir Melsungen í sigurleiknum á Nordhorn. Leiðir liðanna skildi fljótlega í síðari hálfleik og um hann miðjan var forskot Melsungen orðið sex mörk, 27:21, eftir að aðeins munaði tveimur mörkum í hálfleik, 15:13.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg í dag. Mynd/SC Magdeburg

Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt er SC Magdeburg vann Coburg, 28:26, á útivelli. Tvö af mörkum Ómars skoraði hann af vítapunktinum. Magdeburg situr í sjötta sæti með átta stig en keppnin á toppi deildarinnar er afar jöfn.

Í fimmta leik dagsins vann Füchse Berlin lið Wetzlar, 35:28.

Fyrr í dag vann Rhein-Neckar Löwen öruggan sigur á Balingen eins og kom fram í frétt handbolta.is.

Staðan í þýsku 1. deildinni. Leikjafjöldi er innan sviga.

Kiel 10(6), Rhein-Neckar Löwen 10(6), Flensburg 10(6), Melsungen 9(6), Stuttgart 9(6), Magdeburg 8(6), Lemgo 8(6), Leipzig 7(6), Bergischer 7(6), Füchse Berlin 7(6), Göppingen 6(5), Wetzlar 6(6), Hannover-Burgdorf 6(6), Erlangen 5(6), Ludwigshafen 3(6), GWD Minden 3(6), Essen 2(5), Nordhorn 2(6), Balingen 0(6), Coburg 0(6).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -