- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjartur Már og félagar unnu neðri hluta keppninnar

Bjartur Már Guðmundsson leikmaður StÍF. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Bjartur Már Guðmundsson fyrrverandi leikmaður Víkings hefur í vetur leikið með færeyska úrvalsdeildarliðinu StÍF í Skálum í Færeyjum. Hann hefur gert það gott þótt ekki hafi piltur verið í hópi markahæstu leikmanna. „Stoðsendingar og góð stýring telur oft meira hjá mér,“ sagði Bjartur Már léttur í bragði við handbolta.is.


StÍF vann úrslitakeppni liðanna sem höfnuðu í neðri hluta færeysku úrvalsdeildarinnar. Keppninni lauk í gær með því að StÍF vann Kyndil, 29:28, í hörkuleik í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn. StÍF var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Bjartur Már skoraði eitt mark í gær en átti nokkrar stoðsendingar.

Bjartur Már með bikarinn góða og staðfestinguna á verðlaunafé StÍF-liðsins. Mynd/Aðsend


Auk þess að taka við glæsilegum farandbikar fékk félagið 10.000 færeyskar krónur í verðlaun, jafnvirði rúmlega 190 þúsund króna.


Með leiknum lauk keppnistímabilinu hjá Bjarti Má og félögum í StÍF.


Keppni stendur yfir um meistaratitilinn í karlaflokki. Undanúrslitum lýkur um mánaðarmótin og í framhaldinu taka við úrslitarimma þeirra tveggja liða sem eftir standa að loknum undanúrslitum. Í undanúrslitum eru ríkjandi meistarar VÍF frá Vestmanna, KÍF frá Kollafirði, H71 frá Hoyvík við Þórshöfn og Team Klaksvik frá samnefndum bæ á Borðey.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -