- Auglýsing -
Ekki dugði stórleikur Elvars Ásgeirssonar fyrir Nancy gegn meisturum PSG í frönsku 1. deildinni í handknattleik en í leiknum áttust við neðsta og efsta lið deildarinnar og fór svo að PSG vann með fimm marka mun, 37:32.
Elvar skoraði átta mörk í 11 skotum, átti sex stoðsendingar og vann eitt vítakast.
Ekki bætti úr skák hjá Nancyliðinu að vera aðeins með 11 leikmenn klára í slaginn en meiðslalistinn er orðinn mjög langur.
Kamil Syprzak var markahæstur hjá PSG með 12 mörk. Hollendingurinn Luc Steins fjögur.
PSG er með fullt hús stiga, 42, eftir 21 leik. Nancy er neðst með fimm stig eftir 21 leik.
Síðar í dag mætast PAUC með Kristján Örn Kristjánsson í broddi fylkingar og Chambéry.
- Auglýsing -