- Auglýsing -
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var markahæstur hjá PAUC í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Chambéry á heimavelli, 26:26. Donni skoraði sex mörk í 12 skotum.
PAUC var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12, hafði náð fjögurra marka forystu þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þá snerust vopnin í höndum leikmanna liðsins. Liðsmenn Chambéry jöfnuðu metin og komust yfir, síðast 26:24. Donna og félögum tókst að skora tvö síðustu mörk leiksins og fá annað stigið. William Accambray jafnaði metin þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka.
PAUC er í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig eftir 21 leik og er stigi á eftir Nantes sem er í öðru sæti. PSG er efst með fullt hús stiga, 42, en liðið vann Nancy í dag, 37:32 eins og handbolti.is sagði frá fyrr í dag.
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -