- Auglýsing -
Hörð barátta er um markakóngsnafnbótina í Grill66-deild karla í handknattleik þegar tvær umferðir eru eftir hjá flestum leikmönnum deildarinnar. Fjórir leikmenn hafa skorað yfir 100 mörk hver á leiktíðinni. ÍR-ingurinn Dagur Sverrir Kristjánsson er markahæstur með 107 mörk í 18 leikjum, rétt tæplega sex mörk að jafnaði í leik.
Valsarinn Tryggvi Garðar Jónsson er aðeins marki á eftir Degi Sverri með 106 mörk. Tryggvi Garðar hefur aðeins tekið þátt í tólf leikjum með ungmennaliði Vals. Þar með hefur Tryggvi Garðar skorað 8,8 mörk að meðaltali í hverjum leik.
Fjölnismaðurinn Aðalsteinn Örn Aðalsteinson og Ágúst Atli Björgvinsson, Aftureldingu U, eru skammt á eftir með 100 mörk hvor í 18 leikjum, ríflega 5,5 mörk í leik.
Hér fyrir neðan er listi yfir þá leikmenn hafa rofið 60 marka múrinn á keppnistímabilinu í Grill66-deild karla.
| Nafn: | Félag: | Mörk: | Fj.l: |
| Dagur Sverrir Kristjánsson | ÍR | 107 | 18 |
| Tryggvi Garðar Jónsson | Val U | 106 | 12 |
| Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson | Fjölni | 100 | 18 |
| Ágúst Atli Björgvinsson | Aftureldingu U | 100 | 18 |
| Tryggvi Sigurberg Traustason | Selfossi U | 94 | 18 |
| Kristján Orri Jóhannsson | ÍR | 92 | 17 |
| Viktor Sigurðsson | ÍR | 92 | 17 |
| Sigeru Hikawa | Herði | 92 | 18 |
| Guntis Pilpuks | Herði | 90 | 18 |
| Tómas Helgi Wehmeier | Kórdrengjum | 87 | 18 |
| Arnór Þorri Þorsteinsson | Þór | 84 | 16 |
| Þorri Starrason | Berserkjum | 82 | 17 |
| Marinó Gauti Gunnlaugsson | Berserkjum | 80 | 14 |
| Össur Haraldsson | Haukum U | 79 | 17 |
| Björgvin Páll Rúnarsson | Fjölni | 78 | 18 |
| Ólafur Haukur Matthíasson | ÍR | 77 | 16 |
| Agnar Ingi Rúnarsson | Aftureldingu U | 77 | 17 |
| Gísli Steinar Valmundsson | V. Júpíters | 75 | 16 |
| Jón Ómar Gíslason | Herði | 73 | 18 |
| Tomislav Jagurinovski | Þór | 69 | 12 |
| Goði Ingvar Sveinsson | Fjölni | 68 | 15 |
| Sölvi Svavarsson | Selfossi U | 68 | 18 |
| Jóhann Einarsson | Þór | 65 | 14 |
| Daníel Wale Adeleye | Herði | 64 | 18 |
| Matthías Daðason | Kórdrengjum | 64 | 15 |
| Brynjar Óli Kristjánsson | Fjölni | 62 | 18 |
- Auglýsing -



