- Auglýsing -
- Óskar Ólafsson og félagar í Drammen þurfa ekki að fara út fyrir landsteinana þegar þeir leika til undanúrslita í Evrópubikarkeppninni í handknattleik síðla í þessum mánuði. Drammen mætir Nærbö í undanúrslitum keppninnar. Í hinni rimmu undanúrslit mætast sænska liðið Alingsås og Baia Mare frá Rúmeníu. Fyrri leikir undanúrslita verða 23. apríl en þeir síðari 30.
- Þýsku landsliðsmaðurinn og leikmaður MT Melsungen, Timo Kastening, verður frá keppni næstu mánuði. Hann sleit krossband í hné á æfingu á laugardaginn.
- Danski landsliðsmaðurinn og liðsmaður GOG, Mathias Gidsel, var kjörinn leikmaður ársins í dönsku handknattleik árið 2021. Hann hlaut 47% atkvæða en niðurstaðan var kunngjörð um nýliðna helgi.
- Hermt er að Argentínumaðurinn Diego Simonet yfirgefi Montpellier í Frakkland í sumar. Hann hefur leikið með liðinu í níu ár og var prímusmótor Montpellierliðsins sem vann Meistaradeild Evrópu fyrir fjórum árum. Simonet mun hafa augastað á að leika með Cuenca á Spáni á næstu leiktíð en Pablo bróðir hans er þar.
- Auglýsing -