- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Voru lengi í gang

Pedro Portela skorar eitt af fjórum mörkum sínum fyrir portúgalska landsliðið gegn Moshe Elimelech og félögum hans í ísraleska landsliðinu. Mynd/Heimasíða ísraelska handknattleikssambandsins
- Auglýsing -

Portúgal vann níu marka sigur á Ísrael, 31:22, en lið þjóðanna eru í riðli með íslenska og litháenska landsliðinu í undankeppni EM2022. Portúgal var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12. Leikið var í Matosinhos í nágrenni Porto í Portúgal.

Ísraelsmenn byrjuðu leikinn af nokkrum krafti gegn værukærum leikmönnum portúgalska landsliðsins sem er að uppistöðu til skipað leikmönnum frá Porto sem leikur m.a. í Meistaradeild Evrópu. Ísrael skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum leiksins.

Í síðari hálfleik var blaðran sprungin hjá Ísraelsmönnum. Flestir leikmenn liðsins hafa ekki leikið handknattleik síðan í byrjun apríl að keppni var slaufað í deildarkeppninni í Ísrael. Þráðurinn hefur ekki verið tekinn upp á nýjan leik en útgöngubann hefur verið síðustu vikur í Ísrael vegna kórónuveirunnar.

Ísraelska landsliðið átti að koma hingað til landsleiks og mæta íslenska landsliðinu á laugardaginn. Leiknum var frestað á dögunum um óákveðinn tíma.

Antonio Areia Rodrigues, Pedro Portela, Alexis Borges Hernandez og Victor Manuel Iturriza Alvarez voru markahæstir hjá portúgalska landsliðinu með fjögur mörk hver.


Gil Pomeranz var yfirburðamaður í liði Ísraels. Hann skoraði níu mörk og brást aðeins bogalistin í einu skot. Adir Cohen var næstur með þrjú mörk.

Portúgalska landsliðið heldur nú til Litháen og mætir heimamönnum í Tallinn á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -