„Þetta er skemmtilegur áfangi og gaman að ná honum,“ sagði Tinna Sigurrós Traustadóttir leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður í Grill66-deild kvenna með 162 mörk í 19 leikjum. Tinna Sigurrós innsiglaði nafnbótina með því að skora 15 mörk í gær þegar Selfoss vann ungmennalið Vals í lokaumferðinni, 36:21. Í leikslok fékk Selfossliðið afhent verðlaun sín en það leikur í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili.
„Ég hef aðeins fylgst með stöðunni í vetur og vissi vel að ég átti góða möguleika enda hefur mér gengið afar vel í vetur. Það að verða markahæsti leikmaður deildarinnar er uppskera þess að mér hefur gengið mjög vel í vetur,“ sagði Tinna Sigurrós þegar handbolti.is hitti hana stuttlega að máli í sigurgleðinni í Origohöllinni í gær.
„Okkur í Selfossliðinu hefur gengið afar vel í vetur. Við settum okkur það markmið að vinna deildina og það tókst. Nú tekur við undirbúningur fyrir Olísdeildina á næsta keppnistímabili. Við erum bara allar mjög spenntar að takast á við það verkefni,“ sagði Tinna Sigurrós sem hefur svo sannarlega farið á kostum í Grill66-deildinni í tímabilinu.
Hefur nóg að gera
Tinna Sigurrós er um stundir ein efnilegasta handknattleikskona landsliðsins og var ein lykilleikmanna U18 ára landsliðsins sem var hársbreidd frá að koma inn i A-keppni Evrópumótsins eftir þátttöku í umspiliskeppni í nóvember. „Nú taka við nokkrir daga þar sem ég ætla að hlaða rafhlöðurnar áður en kemur að æfingum með landsliðinu eftir páska. Eftir það fer maður á fullt að búa sig undir Olísdeildina,“ sagði þessi metnaðarfulla handknattleikskona.
Skoraði 17 mörkum meira en sú næsta
Tinna Sigurrós skoraði 17 mörkum meira en Auður Brynja Sölvadóttir úr Víkingi þegar upp er staðið, þó lék Tinna Sigurrós einum leik færra en Auður Brynja. Sonja Lind Sigsteinsdóttir, ungmennaliði Stjörnunnar, varð í þriðja sæti með 125 mörk og Hildur Guðjónsdóttir FH, í fjórða sæti með 119 mörk.
Einn leikur er eftir á keppnistímabilinu í Grill66-deildinni. Viðureign ÍBV U og Fram U sem fram fer á fimmtudaginn. Úrslitin munu hinsvegar hvorki breyta stöðu efstu liða deildarinnar né röð markahæstu leikmanna.
Hér fyrir neðan er listi yfir þá leikmenn Grill66-deildarinnar sem hafa skorað 60 mörk eða fleiri.
Nafn: | Félag | Mörk | Fj.l |
Tinna Sigurrós Traustadóttir | Selfossi | 162 | 19 |
Auður Brynja Sölvadóttir | Víkingi | 145 | 20 |
Sonja Lind Sigsteinsdóttir | Stjörnunni U | 125 | 18 |
Hildur Guðjónsdóttir | FH | 119 | 20 |
Ída Margrét Stefánsdóttir | Val/Gróttu | 111 | 17 |
Karen Tinna Demian | ÍR | 108 | 16 |
Arna Þyrí Ólafsdóttir | Víkingi | 107 | 19 |
Katrín Anna Ásmundsdóttir | Gróttu | 106 | 20 |
Fanney Þóra Þórsdóttir | FH | 97 | 20 |
Alfa Brá Oddsdóttir | HK U | 92 | 18 |
Þóra Björg Stefánsdóttir | ÍBV U | 91 | 15 |
Embla Steindórsdóttir | HK U | 81 | 18 |
Tinna Soffía Traustadóttir | Selfossi | 78 | 20 |
Tinna Valgerður Gísladóttir | Fram U | 78 | 12 |
Aníta Björk Valgeirsdóttir | ÍBV U | 77 | 18 |
Roberta Stropus | Selfossi | 77 | 19 |
Hildur María Leifsdóttir | ÍR | 76 | 18 |
Katla María Magnúsdóttir | Stjörnunni U | 76 | 12 |
Valgerður Helga Ísaksdóttir | Gróttu | 74 | 20 |
Rut Bernódusdóttir | Gróttu | 73 | 18 |
Ada Kozicka | Fjölni/Fylki | 71 | 18 |
Ester Inga Ögmundsdóttir | Víkingi | 69 | 20 |
Sara Dröfn Rikharðsdóttir | ÍBV U | 69 | 16 |
Hrafnhildur Irma Jónsdóttir | Fjölni/Fylki | 68 | 19 |
Valgerður Arnalds | Fram U | 67 | 16 |
Ksenija Dzaferovic | ÍR | 69 | 19 |
Berglind Gunnarsdóttir | Val U | 66 | 17 |
Erna Guðlaug Gunnarsdóttir | Fram U | 66 | 10 |
Emilía Ósk Steinarsdóttir | FH | 65 | 19 |
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir | Selfossi | 65 | 20 |
Ólöf María Stefánsdóttir | ÍBV U | 65 | 16 |
Svala Júlía Gunnarsdóttir | Fram U | 65 | 13 |
Emma Havin Sardarsdóttir | FH | 64 | 20 |
Adda Sólbjört Högnadóttir | Stjörnunni U | 63 | 16 |
Stefanía Ósk Engilbertsdóttir | ÍR | 63 | 20 |
Lilja Ágústsdóttir | Val U | 61 | 8 |
Katrín Helga Sigurbergsdóttir | Gróttu | 61 | 20 |
Kolbrún Arna Garðarsdóttir | Fjölni/Fylki | 60 | 15 |