- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annað árið í röð á KA markakóng Olísdeildar

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sigurmark KA úr vítakasti í leik við Selfoss í KA-heimilinu á liðnum vetri. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Annað keppnistímabilið í röð kemur markakóngur Olísdeildar karla úr röðum KA. Á keppnistímabilinu 2020/2021 var Árni Bragi Eyjólfsson þáverandi KA-maður markakóngur deildarinnar en að þessu sinni er um að ræða landsliðsmanninn Óðinn Þór Ríkharðsson. Fyrir ári var Árni Bragi fyrsti markakóngur KA í efstu deild karla í 16 ár.


Óðinn Þór var m.a. fenginn til KA í þeim tilgangi að leysa Árna Braga af eftir að sá síðarnefndi ákvað að flytja suður og ganga til liðs við Aftureldingu. Eins og Árni Bragi fyrir ári þá hefur Óðinn Þór ákveðið að kveðja KA eftir keppnistímabilið í vor. Hann samdi undir lok síðasta árs við svissneska liðið Kadetten Schaffhausen.

Enginn af sex markahæstu leikmönnum keppnistímabilsins 2020/2021 er á meðal sex efstu á þessari leiktíð.

Eftirtaldir leikmenn skoruðu 70 mörk eða fleiri samkvæmt samantekt af heimasíðu HSÍ.

Nafn:Félag:Mörk:L.fjö.:
Óðinn Þór RíkharðssonKA14921
Ásbjörn FriðrikssonFH13622
Vilhelm PoulsenFram12920
Birgir Steinn JónssonGróttu12522
Andri Þór HelgasonGróttu11222
Einar Bragi AðalsteinssonHK10917
Rúnar KárasonÍBV10921
Guðmundur Bragi ÁstþórssonAft./Hauk.10822
Þorsteinn Gauti HjálmarssonFram10421
Hafþór Már VignissonStjörnunni10321
Leó Snær PéturssonStjörnunni10218
Jóhann Reynir GunnlaugssonVíkingi10122
Arnór Snær ÓskarssonVal10022
Jóhannes Berg AndrasonVíkingi9922
Sigtryggur Daði RúnarssonÍBV9619
Einar SverrissonSelfossi9619
Kári Kristján KristjánssonÍBV9422
Ólafur Brim StefánssonGróttu9222
Hjörtur Ingi HalldórssonHK8622
Brynjólfur Snær BrynjólfssonHaukum8520
Ragnar JóhannssonSelfossi8221
Blær HinrikssonAftureldingu8022
Árni Bragi EyjólfssonAftureldingu7915
Benedikt Gunnar ÓskarssonVal7922
Þorsteinn Leó GunnarssonAftureldingu7822
Kristján Ottó HjálmssonHK7720
Breki DagssonFram7418
Dagur ArnarssonÍBV7421
Birgir Már BirgissonFH7321
Heimir Óli HeimissonHaukum7218
Björgvin Þór HólmgeirssonStjörnunni7015
Darri AronssonHaukum7020
Hergeir GrímssonSelfossi7022
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -