- Auglýsing -
Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst fimmtudaginn 28. apríl. Í fyrstu umferð mætast liðin sem höfnuðu í þriðja, fjórða, fimmta og sjötta sæti deildarkeppninnar sem lauk í kvöld. Efstu tvö liðin, deildarmeistarar Fram og Valur, sitja yfir en mæta til leiks í undanúrslitum.
Ekki er hægt að hefja úrslitakeppnina mikið fyrr en 28. apríl vegna þess að framundan eru æfingar og síðan tveir leikir hjá íslenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins, 20. apríl á heimavelli við Svía og þremur dögum síðar á útivelli við Serbíu.
Í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar mætast:
KA – Haukar.
ÍBV – Stjarnan.
Leikdagar: Fimmtudagur 28., og laugardagur 30. apríl. Oddaleikir fara fram þriðjudaginn 3. maí reynist þörf á. Vinna þarf tvo leiki.
Undanúrslit hefjast föstudaginn 6. maí og verður lokið í síðasta lagi mánudaginn 16. maí. Vinna þarf þrjá leiki í undanúrslitum.
Fyrsti úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna er áætlaður föstudaginn 20. maí. Ef þörf verður á fimm leikjum til að krýna Íslandsmeistara fer síðasti leikurinn fram þriðjudaginn 31. maí.
- Auglýsing -