- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland fer á HM 2023

Íslenska landsliðið hefur undankeppni EM 2024 í næsta mánuði með leikjum við Ísrael og Eistland. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ísland tryggði sér keppnisrétt í 22. sinn í lokakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í dag eftir annan sigur á landsliði Austurríkis, 34:26, á Ásvöllum í dag. Íslenska liðið vann þar með samanlagt 68:56 í tveimur leikjum. Þar að auki er þetta 11. heimsmeistaramótið á öldinni sem íslenska landsliðið verður þátttakandi af 12 mögulegum. Aðeins HM 2009 hefur farið fram án Íslands á þessari öld.

Sigurdansinn stiginn. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Sigur íslenska landsliðsins í dag var öruggur að þessu sinni. Í hálfleik var fjögurra marka munur 19:15 eftir að jafnt hafði verið framan af, 9:7, fyrir Austurríki. Um leið og íslenska liðið náði betri tökum á varnarleiknum tókst jafnt og þétt að brjóta leikmenn austurríska landsliðsins á bak aftur.

Bjarki Már Elísson, Ýmir Örn Gíslason og Viktor Gísli Hallgrímsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Íslenska liðið gerði síðan út um leikinn á fyrstu mínútum síðari hálfleiks. Þá skildu leiðir fyrir fullt og fast. Austurríska liðið hafði ekki þrek til þess að fylgja íslenska liðinu eftir sem lék frábæran sóknarleik og afar vel heppnaðan varnarleik auk þess sem bæði Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson voru vel á verði í markinu.

Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Breiddin var undirstrikuð hjá íslenska liðinu að þessu sinni. Allir leikmenn fengu að spreyta sig og gerðu það gott. Aron Pálmarsson átti stórkostlegan leik. Hann skoraði sjö mörk í níu skotum og átti sjö stoðsendingar. Bjarki Már Elísson var einnig mjög góður og sömu sögu er að segja af Ými Erni Gíslasyni.


Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson 8/1, Aron Pálmarsson 7, Ómar Ingi Magnússon 4/1, Óðinn Þór Ríkharðsson 4, Viggó Kristjánsson 2, Arnar Freyr Arnarsson 2, Elvar Ásgeirsson 2, Elliði Snær Viðarsson 2, Teitur Örn Einarsson 1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1, Ýmir Örn Gíslason 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11/1, 34,4% – Viktor Gísli Hallgrímsson 4, 50%.
Mörk Austurríkis: Tobias Wagnes 6, Boris Zikovic 4, Robert Weber 4, Lukas Hutecek 3, Nikola Bilyk 2, Sebastia Frimmel 2, Julian Ranftl 2, Eric Damböck 2, Nikola Stevanovic 1.
Varin skot: Constantin Möstl 7, 26,9% – Ralff Patrick Häusler 2, 11,8%.

Áhorfendur troðfylltu Ásvelli og tóku ríkan þátt í leiknum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -