Í dag fóru fram tveir leikir í B-riðli Meistaradeildar kvenna þar sem annar leikurinn var í sjöundu umferð á meðan hinn var í áttundu umferð. Ástæða þess er að forráðarmenn Dortmund og Györ komust að samkomulagi um að spila innbyrðis leikina í sjöundu og áttundu umferð, báða um þessa helgi í Ungverjalandi til þess að mæta sóttvarnarkröfum landanna.
Í Rússlandi héldu heimastúlkur í CSKA áfram sýna áhugaverða frammistöðu þegar þær tóku á móti danska liðinu Odense. Rússneska liðið var án nokkura lykilleikmanna meðal annars voru þær Anna Sedoykina og Chana Masson, markverðir liðsins báðar fjarverandi vegna meiðsla og þá sleit hin efnilega Elena Mikhaylichenko krossband á dögunum. Heimastúlkur létu þetta ekki hafa mikil áhrif á sig og fóru með sigur af hólmi 27-23 og eru því enn ósigraðar í Meistaradeildinni eftir 6 umferðir og sitja í öðru sæti riðilsins með 11 stig en þetta var hins vegar annar tapleikur Odense í röð.
Í Ungverjalandi áttust Dortmund og Györ við öðru sinni um þessa helgi og að þessu sinni var um heimaleik ungverska liðsins að ræða. Heimastúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust snemma í forystu 11-3 og eftir það var aldrei spurning hvernig þessi leikur myndi þróast og endaði hann svo með þrettán marka sigri Györ, 38-25. Þetta er fjórði sigurleikur Györ í röð og eru þær því komnar á topp B-riðilsins með 12 stig og þær ungversku eru nú komnar í 44 leiki án taps í Meistaradeildinni en Dortmund er aðeins með 2 stig í riðlinum eftir að hafa tapað fjórða leiknum í röð.
Úrslit dagsins
CSKA 27-23 Odense (14-11)
Markaskorarar CSKA: Polina Vedekhina 6, Marina Sudakova 4, Antonina Skorobogatchenko 4, Polina Gorshkova 3, Sara Ristovska 3, Ekaterina Ilina 2, Olga Gorshenina 2, Darya Dmitrieva 2, Kathrine Heindahl 1.
Varin skot: Polina Kaplina 11.
Markaskorarar Odense: Nycke Groot 6, Lois Abbingh 5, Anne de la Cour 4, Ayaka Ikehara 3, Rikke Iversen 2, Mie Hojlund 2, Helena Hageso 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 10, Tess Wester 3.
Györ 38-25 B.Dortmund (19-11)
Markaskorarar Györ: Eduarda Amorim 6, Stine Bredal Oftedal 6, Anita Görbicz 5, Estelle Nze Minko 5, Amanda Kurtovic 4, Viktoria Lukács 4, Beatrice Edwige 3, Dorottya Faluvegi 3, Kari Brattset 2.
Markaskorarar Dortmund: Tina Abdulla 5, Dana Bleckmann 5, Johanna Stockschlader 3, Alina Grijseels 3, Jennifer Gutierrez 2, Jennifer Rode 2, Kelly Vollebregt 2, Tessa van Zijl 2, Clara Danielsson 1.