- Auglýsing -
Tumi Steinn Rúnarsson og samherjar í Coburg unnu afar mikilvæg tvö stig í kvöld er þeir lögðu Hüttenberg, 27:25, á útivelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Hver sigur er dýrmætur fyrir Coburgliðið þessa dagana því liðið er skammt frá að sogast niður í hóp allra neðstu liðanna.
Tumi Steinn skoraði eitt mark í þremur skotum en átti fimm stoðsendingar.
Coburg situr í 14. sæti af 20 liðum deildarinnar með 24 stig eftir 27 leiki og er fjórum stigum á undan TV Emsdetten sem er í þriðja neðsta sæti. Þrjú lið falla úr 2. deild í vor. Alls verða leiknar 38 umferðir og þar af leiðandi eiga Tumi Steinn og félagar 11 leiki eftir óleikna.
Viðureignin sem fram átti að fara í kvöld var frestað á dögunum þegar kórónuveiran stakk sér niður í herbúðum Hüttbergliðsins.
- Auglýsing -