Hjalti Þór Hreinsson og félagar höfðu nóg að gera við að grilla hamborgara ofan í áhorfendur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.
- Auglýsing -
Haukar knúðu fram oddaleik í rimmu sinni við KA í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í gærkvöld með eins marks sigri, 23:22, í KA-heimilinu. Eftir tvo leiki er staðan jöfn, 52:52, eftir 30:29, sigur KA í fyrsta leiknum á Ásvöllum á föstudaginn.
Oddaleikur liðanna um sæti í undanúrslitum fer fram á morgun, miðvikudag, klukkan 19.30 á Ásvöllum. Stuðningsmenn liðanna líta til eftirvæntingar til leiks en reikna má að með fullt verði út að dyrum á Ásvöllum annað kvöld.
KA-heimilið var þéttsetið í gærkvöld og hávaði mikill. Minnti stemningin suma á gamla góða daga.
Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari var að vanda í KA-heimilinu í gærkvöldi. Hann sendi handbolta.is hluta þeirra mynda sem hann tók og birtast þær hér fyrir neðan. Um leið er Agli Bjarna þakkað fyrir.Leikmenn Hauka tilbúnir í slaginn í KA-heimilinu. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonEinar Jónsson aðstoðarþjálfari Hauka lét til sín taka. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonAllan Norðberg sækir að vörn Hauka. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonBruno Berant stóð í ströngu í marki KA. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonÓlafur Gústafsson sækir að vörn KA og hótar skoti. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonStefán Huldar Stefánsson markvörður Hauka átti afar góðan leik. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonDarri Aronsson sækir á milli Ragnars Njálssonar og Einars Birgis Stefánssonar. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonStefán Rafn Stefánsson veltir fyrir sér möguleikunum gegn Bruno Bernat. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonGeir Guðmundsson, Haukum, og Arnar Freyr Ársælsson, KA. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonÓðinn Þór Ríkharðsson laumar boltanum framhjá Stefáni Huldari, markverði Hauka. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonFeðgarnir bera saman bækir sínar, Aron Kristjánsson þjálfari Hauka og Darri sonur hans. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonÓlafur Ægr Ólafsson, Haukum, og Jón Heiðar Sigurðsson, KA, stíga dans. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonArnar Freyr Ársælsson og Jón Heiðar Sigurðsson, KA-menn. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonÓlafur Ægir Ólafsson klófestir boltann á undan Óðni Þór Ríkharðssyni. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonAron Kristjánsson og félagar hvetja félaga sína til dáða. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonDarri Aronsson ógnar vörn KA. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonÓlafur Ægir Ólafsson í opnu fær gegn Bruno Bernat, markverði KA. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonGuðmundur Bragi Ástþórsson, Haukamaður. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonDarri Aronsson freistar þess að koma boltanum að marki KA. Einar Birgir Stefánsson og Ólafur Gústafsson eru til varnar. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonRagnar Snær Njálsson og Ólafur Ægir Ólafsson í kröppum dans. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonJónatan Þór Magnússon þjálfari KA leggur á ráðin. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonMikið fjör var i KA-heimilinu í gær og þétt setinn bekkurinn. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonStefán Rafn Sigurmannsson tekur að sér að miðla málum eftir að til orðaskipta kom.Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonArnór Ísak Haddsson, KA-maður á auðum sjó. Atli Már Báruson fylgist með. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonJón Heiðar Sigurðsson á auðum sjó. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonHaukar stilla upp varnarvegg áður en Óðinn Þór Ríkarsson tók síðasta aukakast leiksins. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonSigurdans leikmanna Hauka sem tryggðu sér oddaleik. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonHjalti Þór Hreinsson og félagar höfðu nóg að gera við að grilla hamborgara ofan í áhorfendur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.