- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Þetta er hið versta mál“

Viktor Szilagyi t.v. ásamt Filip Jicha, þjálfara Kiel. Mynd/THW Kiel
- Auglýsing -

„Það kemur manni ekki opna skjöldu þótt fresta verði leikjum eftir landsleikjavikuna,“ segir Viktor Szilagyi, þýska meistaraliðsins Kiel, í samtali við þýska fjölmiðla í dag en viðureign liðsins við Füchse Berlin, sem fram átti að fara á morgun, var frestað í dag, efir að leikmaður Berlínar-liðsins og landsliðsmaður, Marian Michalczik, greindist með kórónuveiruna. Annar leikmaður liðsins, Paul Drux, er í sóttkví þar sem hann var útsettur en saman voru þeir Michalczik og Drux með þýska landsliðinu í Eistlandi í kappleik á síðasta sunnudag.

„Þetta er hið versta mál og gerir okkur mjög erfitt um vik. Eins og dagskráin er hjá Kiel fram á vor þá eigum við leik þriðja hvern dag. Þess vegna er ljóst að allar frestanir bæta ekki úr skák varðandi álag á leikmönnum. Það er vart hægt að þétta leikjadagskrána meira,“ segir Szilagyi sem er fyrrverandi leikmaður í þýsku 1. deildinni og landsliðsmaður Austurríkis.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -