- Auglýsing -
- Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði tvö mörk fyrir PAUC í gærkvöld þegar liðið vann Nantes með eins marks mun, 26:25, á heimavelli í Nantes í frönsku 1. deildinni í handknattleik. PAUC er þriðja sæti deildarinnar, stigi á eftir Nantes.
- Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði sjö mörk, átti þrjár stoðsendingar, var með fimm sköpuð færi og vann eina tveggja mínútna brottvísun á andstæðing þegar lið hennar BSV Sachsen Zwickau tapaði með eins marks mun á heimavelli fyrir HSG Bad Wildingen Vipers, 29:28, í þýsku 1. deildinni í gær. BSV Sachsen Zwickau er neðst í deildinni með níu stig eftir 20 leiki, er stigi á eftir Rosengarten sem hefur leikið tveimur leikjum fleira.
- Viktor Gísli Hallgrímsson átti enn einn stórleikinn í marki GOG í gær þegar liðið vann Skanderborg Aarhus, 29:24, á útivelli í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í gær. GOG er efst í riðli eitt í úrslitakeppninni með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.
- Aron Pálmarsson var ekki í leikmannahópi Aalborg þegar liðið tapaði fyrir Skjern, 36:29, í úrslitakeppninni í Danmörku. Aalborg er í öðru sæti í riðli tvö með tvo sigurleiki og eitt tap.
- Aðalsteinn Eyjólfsson og leikmenn hans í Kadetten Schaffhausen unnu Bern, 31:30, á útivelli í gær í svissnesku A-deildinni í handknattleik. Þetta var þriðji sigur Kadetten í fjórum leikjum liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Kadetten er þar með komið í undanúrslit og mætir annað hvort Suhr Aarau eða Zürich í næstu umferð.
- Alpla Hard, liðið sem Hannes Jón Jónsson, þjálfar í Austurríki, er einnig komið í undanúrslit. Alpla Hard vann Handball Tirol í oddaleik á heimavelli í gær, 36:29.
- Anton Rúnarsson og Örn Vésteinsson Östenberg skoruðu sitt markið hvor í 31:28 tapi Emsdetten á heimavelli í viðureign við Bayer Dormagen í þýsku 2. deildinni í gær. Þeir félagar áttu tvær stoðsendingar hvor í leiknum. Emsdetten er í næst neðsta sæti með 20 stig og á átta leiki óleikna.
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði ekki mark fyrir Aue sem tapaði á útivelli fyrir Eisenach, 33:30, í þýsku 2. deildinni í gær en leikið var í Eisenach. Sveinbjörn Pétursson náði sér ekki á strik þann stutta tíma sem hann stóð í marki Aue-liðsins. Staða Aue er ekki góð í neðsta sæti með 19 stig þegar sex leikir eru eftir.
- Lilja Ágústsdóttir skoraði ekki mark fyrir Lugi í 11 marka tapi á heimavelli í viðureign við Sävehof í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Ásdís Þóra Ágústsdóttir var ekki í leikmannahópi Lugi sem er undir, 2:0, í leikjum talið. Sävehof þarf aðeins einn sigur til viðbótar til þess að öðlast sæti í úrslitum. Jafnt er í hinni rimmu undanúrslitanna þar sem H 65 Höör og Skuru eigast við.
- Auglýsing -