- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sterkir nýliðar í Grilldeild

Hjörtur Ingi Halldórsson kunni vel við sig á Torfnesi og var markahæstu HK-manna. Mynd/HK
- Auglýsing -

Liðin sem leika í Grill 66-deild karla hafa safnað til sín leikmönnum í sumar. Þegar þetta er skrifað þá er ekki séð fyrir endann á öllum þeim breytingum þar sem hið nýja lið Kríu á Seltjarnarnesi hefur boðað frekari liðsauka á næstu dögum. Vængir Júpíters, er eins og Kría, nýliði í Grill 66-deildinni. Handknattleiksmenn soguðust að Vængjunum snemma sumars eins og listinn hér að neðan ber með sér. Fastlega er búist við að lið Kríunnar og Vængjanna setji sterkan svip á keppnina í Grill 66-deild karla á komandi leiktíð.

Til viðbótar má nefna að Örn Ingi Bjarkason, sem gerði garðinn frægan með FH og Aftureldingu og var m.a. í Íslansdsmeistaraliði FH 2011, gekk til liðs við uppeldisfélag sitt, Víking. Örn hefur búið í Stokkhólmi síðustu árin.

Flautað verður til leiks í Grill 66-deild karla föstudaginn 18. september.

Hér að neðan má sjá helstu félagsskipti sem handbolti.is veit um:

Hjörtur Ingi Halldórsson til HK frá Haukum

Einar Pétur Pétusson til HK frá Haukum

Jóhann Birgir Ingvarsson  til HK frá FH

Björgvin Franz Björgvinsson til Fjölnis frá Aftureldingu

Örn Ingi Bjarkason til Víkings frá Hammarby

Daði Laxdal Gautason til Kríu frá Gróttu

Kristján Orri Jóhannsson fór til Kríu frá ÍR

Sigurður Ingiberg Ólasson fór til Kríu frá ÍR

Davíð Örn Stefánsson fór til Fjölnis frá FH

Albert Garðar Þráinsson fór til Vængja Júpíters frá Fjölni

Andreas Örn Aðalsteinsson fór til Vængja Júpíter frá Fjölni

Andri Hjartar Grétarsson fór til Vængja Júpíter frá Stjörnunni

Arnar Freyr Reynisson fór til Vængja Júpíter frá Aftureldingu

Arnþór Örvar Ægisson fór til Vængja Júpíter frá Fjölni

Aron Heiðar Guðmundsson fór til Vængja Júpíter frá Þrótti R.

Bjarki Björgvinsson fór til Vængja Júpíter frá Val

Daníel Ingi Guðmundsson fór til Vængja Júpíter frá ÍR

Einar Örn Hilmarsson fór til Vængja Júpíter frá Fjölni

Finnur Jónsson fór til Vængja Júpíter frá Stjörnunni

Garðar Benedikt Sigurjónsson fór til Vængja Júpíter frá Stjörnunni

Gísli Steinar Valmundsson fór til Vængja Júpíter frá Fjölni

Guðmundur Guðmundsson fór til Vængja Júpíter frá Fylki

Hermann Guðmundsson fór til Vængja Júpíter frá Fylki

Hlynur Már Guðmundsson fór til Vængja Júpíter frá Fjölni

Hrafn Valdísarson fór til Vængja Júpíter frá Víkingi

Leifur Óskarsson fór til Vængja Júpíter frá Þrótti R.

Matthías Leifsson fór til Vængja Júpíter frá Fjölni

Ragnar Áki Ragnarsson fór til Vængja Júpíter frá Stjörnunni

Viktor Alex Ragnarsson fór til Vængja Júpíter frá Víkingi

Viktor Jóhannsson fór til Vængja Júpíter frá Þrótti R.

Guðmundur Rúnar Guðmundsson tók við þjálfun karlaliðs Fjölnis

Guðmundur Rúnar. Mynd/Fjölnir
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -