- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölnismenn bitu frá sér

Leikmenn Fjölnis fagna sigrinum í Dalhúsum í kvöld. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -

Fjölnismenn bitu frá sér í kvöld þegar þeir unnu ÍR nokkuð örugglega, 27:23, í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Olísdeild karla í Dalhúsum. Þar með er staðan jöfn, hvort lið hefur einn vinning. Næsti leikur liðanna verður í Austurbergi á fimmtudagskvöld en vinna þarf þrjá leiki til þess að öðlast sæti í Olísdeild á næstu leiktíð.


Skemmst er frá því að segja að Fjölnismenn voru sterkari frá upphafi til enda. ÍR komst yfir, 1:0. Eftir það var Fjölnir með yfirhöndina. Vörn liðsins var ágæt og Axel Hreinn Hilmisson varð ágætlega í markinu. Heimamenn voru með sanngjarnt fimm marka forskot, 12:7, að loknum fyrri hálfleik.


Fjölnir hélt uppteknum hætti framan af síðari hálfleik. Fljótlega var tvöfaldur munur á liðunum, 16:8. ÍR-ingum var einkar mislagðar hendur við sóknirnar auk þess sem Axel var áfram öflugur í markinu á sama tíma og Sigurður Ingiberg Ólafsson náði sér vart á strik í marki ÍR. Forskot Fjölnis var lengst af fimm til sex mörk.


Sanngjarn sigur en talsverðar sveiflur frá fyrstu viðureigninni sem fram fór á laugardaginn.


Mörk Fjölnis: Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 7, Elvar Otri Hjálmarsson 7, Björgvin Páll Rúnarsson 5, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 2, Jón Bald Freysson 2, Alex Máni Oddnýjarson 1, Victor Máni Matthíasson 1.
Mörk ÍR: Kristján Orri Jóhannsson 7, Bjarki Steinn Þórisson 5, Viktor Sigurðsson 3, Eyþór Ari Waage 2, Hrannar Ingi Jóhannsson 2, Dagur Sverrir Kristjánsson 2, Arnar Freyr Guðmundsson 1, Andri Heimir Friðriksson 1.

Leikjadagskrá umspilsins er að finna hér.


Handbolti.is var í Dalhúsum og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

Myndasyrpa frá Þorgils á Facebook-síðu Fjölnis frá leiknum í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -