- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar yfirspiluðu Fjölnismenn

Fjölnismaðurinn Alex Máni Oddnýjarson á auðum sjó. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -

ÍR hefur tekið frumkvæðið á nýjan leik í rimmunni við Fjölni í umspili Olísdeildar karla eftir afar öruggan sigur, 37:28, í þriðja leik liðanna í Austurbergi í kvöld. Næst mætast liðin í Dalhúsum á sunnudaginn klukkan 16. Vinni ÍR þá viðureign hefur liðið endurheimt sæti sitt í Olísdeildinni. Takist Fjölni að jafna metin kemur til oddaleiks í Austurbergi á miðvikudaginn.


Fjölnisliðið byrjaði leikinn afar illa og lenti undir, 7:1, eftir aðeins sjö mínútur. Þeir náðu áttum eftir leikhlé og skoruðu fjögur mörk í röð og í nokkurn tíma eftir það munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum. Fjölnir gat minnkað muninn í eitt mark, 10:9, en varð ekki kápan úr því klæðinu. ÍR-ingar svöruðu með þremur mörkum, 12:8. Þetta varð til þess að slá máttinn úr leikmönnum Fjölnis sem voru sjö mörkum undir í hálfleik, 20:13.


Síðari hálfleikur var ójafn. Fjölnismenn náðu ekkert að saxa á forskot ÍR-liðsins. Ekki stóð steinn yfir í steini í vörn Fjölnis og þar af leiðandi var markvarslan engin. ÍR-ingar léku áfram af miklum ákafa og náðu mest 12 marka forskoti, 27:15.

Myndasyrpa Þorgils hjá Fjölni frá leiknum í kvöld:


Gríðarlegar sveiflur hafa verið í leik liðanna í leikjunum þremur sem eru að baki. Svo virðist sem það sé annað hvort í ökkla eða eyra hjá leikmönnum beggja liða. Því verður fróðlegt að vita hvað verður boðið upp á í Dalhúsum á sunndaginn klukkan 16.


Mörk ÍR: Dagur Sverrir Kristjánsson 8, Viktor Sigurðsson 6, Eyþór Waage 5, Kristján Orri Jóhannsson 5, Ingólfur Arnar Þorgeirsson 3, Bjarki Steinn Þórisson 2, Hrannar Ingi Jóhannsson 2, Bergþór Róbertsson 2, Andri Heimir Friðriksson 1, Egill Skorri Vigúfsson 1, Tómas Starrason 1, Egill Már Hjartarson.

Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 6, Elvar Otri Hjálmarsson 5, Goði Ingvar Sveinsson 3, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 3, Viktor Berg Grétarsson 2, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Jón Bald Freysson 2, Victor Máni Matthíasson 2, Elvar Þór Ólafsson 1, Axel Hreinn Hilmisson 1, Alex Máni Oddnýjarson 1.

Handbolti.is var í Austurbergi og fylgdist með leiknum í texta- og stöðuuppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -