- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn hafði betur gegn Janusi Daða

Selfyssingarnir og landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Teitur Örn Einarsson. Mynd/Thelma
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og samherjar í Flensburg komust upp í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Janusi Daða Smárasyni og félögum í Göppingen, 26:21, í FlensArena í Flensburg í kvöld. Flensburg er fjórum stigum á eftir Kiel sem er efst og sex stigum á eftir Magdeburg og virðist eiga meistarabikarinn næsta vísan. Kiel hefur leikið flesta leiki af liðunum þremur eins og sjá má í stöðunni hér neðst í fréttinni.


Teitur Örn og félagar byrjuðu leikinn afar vel í kvöld og komust yfir snemma, 9:2. Gott upphaf gaf tóninn fyrir framhaldið og sex marka munur var að loknum fyrri hálfleik.


Leikmenn Göppingen náðu aðeins að koma til baka þegar á leið, ekki síst eftir að Janus Daði mætti til leiks. Hann var allt í öllu í sóknarleiknum eftir að hann kom inná, skoraði sex mörk og átti fimm stoðsendingar. Janus Daði var markahæstur hjá Göppingen.
Teitur Örn skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg og átti fjórar stoðsendingar.


Þrátt fyrir tapið heldur Göppingen ennþá fimmta sæti deildarinnar þegar liðið á sex leiki eftir. Fimmta sætið er afar mikilvægt þar sem það veitir þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta ári. Sömu sögu verður ekki sagt um sjötta sætið.


Arnar Freyr Arnarsson og Alexander Petersson voru ekki atkvæðamiklir þegar vængbrotið lið Melsungen tapaði á heimavelli fyrir Hannover-Burgdorf, 29:22. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.


Kiel vann stórsigur á Leipzig á útivelli, 31:20.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -