- Auglýsing -
Víkingar eru ekki að spara blekið þessa dagana. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum kemur til félagsins eða skrifar undir nýja samninga, jafnt við karla- sem kvennalið félagsins. Nú síðast skrifuðu vinstri hornamennirnir Agnar Ingi Rúnarsson og Arnar Gauti Grettisson undir tveggja ára samninga við handknattleiksdeild Víkings.
Agnar Ingi kemur til liðs við Víking frá Aftureldingu. Hann er 22 ára gamall og skoraði tæplega 5 mörk að meðaltali í leik með ungmennaliði Aftureldingar í Grill66-deildinni í vetur auk þess lék hann 19 leiki með Aftureldingu í úrvalsdeildinni. Agnar er efnilegur leikmaður sem Víkingar binda miklar vonir.
Eyjamaðurinn Arnar Gauti er Víkingum vel kunnur enda verið ein af burðarásum liðsins undanfarin ár. Gauti er að hefja sitt áttunda tímabil í Víkingsbúningnum og hefur leikið yfir 100 leiki fyrir félagið.
„Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi Gauta en auk þess að leggja sig ávallt allan fram fyrir félagið þá hefur hann undanfarin ár þjálfað hjá okkur með frábærum árangri.
Það eru því mikil gleðitíðindi að tilkynna þessa tvo eðal leikmenn sem teymið okkar í vinstra horninu á komandi tímabili,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Víkings.
- Auglýsing -