- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alusovski heldur áfram að þjálfa Þór

Stevce Alusovski hefur verið ráðinn þjálfari liðs í heimalandi sínu. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

Norður Makedóníumaðurinn Stevce Alusovski heldur áfram þjálfun Þórs á Akureyri á næsta keppnistímabili í Grill66-deild karla. Frá þessu var greint á balkan-handball í gær. Þar segir að Alusovski hafi samþykkt að stýra Þór á næsta keppnistímabili.


Undir stjórn Alusovski hafnaði Þór í fjórða sæti Grill66-deildar í vetur, komst í átta liða úrslit í Coca Cola-bikarnum en féll úr leik í undanúrslitum umspils um sæti í Olísdeildinni. Alusovski var á tímabili í vetur óánægður með dómgæslu í leikjum hér á landi og fékk að súpa seyðið af því, m.a. með leikbönnum.


Alusovski kom óvænt til Þórs á síðasta sumri eftir að hafa misst starf sitt sem þjálfari Vardar Skopje, meistaraliðsins í Norður Makedóníu. Vakti koma hans til Íslands athygli víða í Evrópu enda ekki á hverjum degi sem þjálfarar koma beint frá liði í Meistaradeild Evrópu til liðs í næst efstu deild á Íslandi.


Alusovski var á árum áður einn þekktasti handknattleiksmaður heimalands síns og þrautreyndur landsliðsmaður áður en hann sneri sér að þjálfun, fyrst hjá Eurofarm Pelister og síðan hjá Vardar Skopje.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -