- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Með samningnum er lagður hornsteinn

Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs t.v., og Stevce Alusovski, handsala þriggja ára samning. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

Eins og kom fram á handbolta.is á föstudaginn þá hefur handknattleiksþjálfarinn Stevce Alusovski ákveðið að vera áfram í herbúðum Þórs á Akureyri. Í gær sagði Akureyri.net frá að Alusovski hafi skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Árni Rúnar Jóhannsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs segir samninginn við Alusovski vera mjög stórt skref í átt til sóknar.


„Ég lít svo á að í dag höfum við lagt hornstein hjá handknattleiksdeild Þórs, þar sem deildin og félagið í heild sinni tryggði sér starfskrafta Stevce næstu þrjú árin,“ sagði Árni Rúnar við Akureyri.net og bætti við að Alusovski hafi verið með tilboð úr fleiri áttum.

Ekkert hik

Árni Rúnar segir ennfremur við Akureyri.net að ekkert hik sé á stjórnendum handknattleiksdeildar Þórs. Handknattleikur hafi langa og ríka sögu innan félagsins og stefnan sé tekin á að sækja fram þótt til séu þau öfl á Akureyri sem vilji að Þór dragi saman seglin eða hreinlega leggi handknattleiksdeildina niður.


„Við stöndum frammi fyrir því að næstu 20 árin verði nánast bara byggt hér norðan Glerár og við verðum að vera tilbúin undir það að auka og efla alla innviði handboltans,“ segir Árni Rúnar.

Biður um vinnufrið

„En í stuttu máli, þá mun Þór aldrei leggja niður deild innan sinna raða á meðan fólkið þeirra og iðkendur eru tilbúin að halda úti deild. Það þarf ekki að ræða það frekar og allar óskir um slíkt á meðan starfskröftum mínum sem formanns handknattleiksdeildar Þórs er óskað frá félaginu, þá frábið ég mér allar slíkar óskir og bið um vinnufrið. En sameiningarmál undir sameiginlegu merki eru alltaf opin fyrir umræðu,“ segir Árni Rúnar og bætir við.

Bætt aðstaða og stærri deild

„Þvert á móti ætlum við okkur að stækka deildina, við ætlum okkur að fá leiðréttingu okkar mála á æfinga- og keppnisaðstöðu og við ætlum okkur að byggja upp handboltann í Þór, skref fyrir skref.“


Sjá allt viðtal Akureyri.net við Árnar Rúnar Jóhannsson formann handknattleiksdeildar Þórs.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -