- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lokapróf í meistaranámi að morgni og sæti í úrslitum að kveldi

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Skövde t.v. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikur til úrslita um sænska meistaratitilinn í handknattleik með liðinu sínu IFK Skövde. Skövde vann Kristianstad í kvöld með fimm marka mun, 36:31, í Kristianstad í fjórðu viðureign liðanna í undanúrslitum. Um leið var um að ræða þriðja sigur Skövde í einvíginu og er þetta annað árið í röð sem Kristianstadliðið verður fórnarlamb Bjarna og samherja í undanúrslitum um sænska meistaratitilinn.


Bjarni lék afar vel, jafnt í vörn sem sókn. Hann skoraði fimm mörk í sex skotum og átti einnig þrjár stoðsendingar. Hlaut hann 4,1 í einkunn fyrir frammistöðu sína og var þriðji hæstur í sínu liði.


Bjarni gerði það ekki endasleppt í dag. Áður en hann tók þátt í leiknum þreytti hann lokapróf í meistaraáfanga í lögfræði.


Ekki liggur fyrir hvort IFK Skövde mætir ríkjandi meisturum Sävehof eða Ystads í úrslitum. Sävehof vann Ystads í kvöld, 34:25, og krækti um leið í sinn fyrsta vinning í rimmunni. Ystads hefur tvo vinninga. Næsti leikur liðanna verður í Ystad á fimmtudagskvöld.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -