Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina í landsliðshópinn sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í janúar. Af þeim eru átta sem leika með íslenskum félagsliðum. Tveir eiga engan landsleik að baki, Elvar Ásgeirsson, Stuttgart í Þýskalandi, og Óskar Ólafsson, Drammen í Noregi.
Í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands segir að reikna megi með að 22-24 leikmenn verði í æfingahóp sem kemur saman í janúar. Af þeim fara 20 til Egyptlands en Alþjóða handknattleikssambandið hefur ákveðið að nú verði fleiri leikmenn tiltækir í hverju liði mótsins en áður hefur verið.
Eftirtaldir eru í 35 manna hópnum, nafn, félag, leikjafjöldi og mörk:
| Alexander Petersson | Die Rhein-Necker Löwen | 181 | 719 |
| Arnar Freyr Arnarsson | MT Melsungen | 52 | 69 |
| Arnór Þór Gunnarsson | Die Bergischer Handball Club | 114 | 332 |
| Aron Pálmarsson | FC Barca | 149 | 579 |
| Atli Ævar Ingólfsson | Selfoss | 12 | 11 |
| Ágúst Elí Björgvinsson | KIF Kolding | 31 | 0 |
| Bjarki Már Elísson | TBV Lemgo Lippe | 71 | 165 |
| Björgvin Páll Gústavsson | Haukar | 230 | 13 |
| Daníel Freyr Andrésson | GUIF | 2 | 0 |
| Daníel Þór Ingason | Ribe Esbjerg HH | 31 | 9 |
| Elliði Snær Viðarsson | Gummersbach | 6 | 4 |
| Elvar Ásgeirsson | TVB 1898 Stuttgart | 0 | 0 |
| Elvar Örn Jónsson | Skjern Håndbold | 35 | 92 |
| Gísli Þorgeir Kristjánsson | SC Magdeburg | 24 | 32 |
| Grétar Ari Guðjónsson | Cavial Nice | 7 | 0 |
| Guðmundur Árni Ólafsson | Afturelding | 13 | 25 |
| Guðmundur Hólmar Helgason | Selfoss | 25 | 6 |
| Gunnar Steinn Jónsson | Ribe Esbjerg HH | 42 | 36 |
| Hákon Daði Styrmisson | ÍBV | 6 | 23 |
| Janus Daði Smárason | Göppingen | 18 | 18 |
| Kári Kristján Kristjánsson | ÍBV | 145 | 178 |
| Kristján Örn Kristjánsson | Pays d’Aix Universite Club | 7 | 13 |
| Magnús Óli Magnússon | Valur | 6 | 6 |
| Oddur Grétarsson | HBW Balingen-Weilstetten | 18 | 31 |
| Orri Freyr Þorkelsson | Haukar | 1 | 1 |
| Óðinn Þór Ríkharðsson | TTH Holstebro | 14 | 44 |
| Ólafur Andrés Guðmundsson | IFK Kristianstad | 123 | 230 |
| Ómar Ingi Magnússon | SC Magdeburg | 47 | 129 |
| Óskar Ólafsson | Drammen | 0 | 0 |
| Sigvaldi Björn Guðjónsson | Vive Tauron Kielce | 28 | 54 |
| Sveinn Jóhannsson | SönderjyskE Håndbold | 9 | 15 |
| Teitur Örn Einarsson | IFK Kristianstad | 18 | 18 |
| Viggó Kristjánsson | TVB 1898 Stuttgart | 11 | 21 |
| Viktor Gísli Hallgrímsson | GOG Håndball | 18 | 0 |
| Ýmir Örn Gíslason | Die Rhein-Necker Löwen | 42 | 20 |




