- Auglýsing -
Úrslitaeinvígi Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna hefst á föstudaginn í Framhúsinu. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Vinna þarf þrjá leiki til þess að verða Íslandsmeistari. Komi til fimm leikja í kapphlaupi liðanna um titilinn verða Íslandsmeistarar krýndir þriðjudaginn 31. maí.
Valur vann ríkjandi Íslandsmeistara KA/Þórs í undanúrslitum með þremur vinningum gegn einum. Síðasta viðureignin fór fram á Akureyri í gær, 30:28.
Fram hafði betur í undanúrslitum í þremur leikjum gegn ÍBV.
Bæði Fram og Valur sátu yfir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að hafa hafnað í tveimur efstu sætum Olísdeildar.
Leikjadagskrá úrslita Olísdeildar kvenna:
Föstudagur 20. maí: Fram – Valur.
Mánudagur 23. maí: Valur – Fram.
Fimmtudagur 26. maí: Fram – Valur.
Sunnudagur 29. maí: Valur – Fram.
Þriðjudagur 31. maí: Fram – Valur.
Gert er ráð fyrir að leikirnir hefjist í hvert sinn klukkan 19.30.
- Auglýsing -