- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nokkur þjálfaraskipti hjá liðunum í Grill66-deildunum

Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Aftureldingar. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Nokkrar breytingar verða á þjálfaramálum Grill66-deildanna í handknattleik karla og kvenna fyrir næsta keppnistímabil. Breytingar verða hjá Gróttu, ÍR og Víkingi í Grill66-deild kvenna. Guðmundur Helgi Pálsson heldur sínu striki með Aftureldingu sem féll úr Olísdeild kvenna.


Leit stendur yfir að þjálfara fyrir karlalið Fjölnis eftir að Guðmundur Rúnar Guðmundsson kvaddi eftir síðasta leik liðsins á dögunum. Eins liggur ekki fyrir hver tekur við af Jóni Brynjari Björnssyni sem var einn þjálfara Vængja Júpíters.
Hér fyrir neðan eru aðeins tekin saman A-lið þeirra liða sem væntanlega munu skrá sig til leiks í deildunum tveimur. U-liðunum er sleppt að þessu sinni.


Grill66-deild kvenna:
Afturelding: Guðmundur Helgi Pálsson.
ÍR: Án þjálfara – leit stendur yfir.
FH: Guðmundur Pedersen, Jörgen Freyr Ólafsson, Magnús Sigmundsson.
Grótta: Gunnar Gunnarsson tekur við af Kára Garðarssyni.
Víkingur: Jón Brynjar Björnsson tekur við af Sigfúsi Páli Sigfússyni.
Fjölnir/Fylkir: Gunnar Valur Arason.


Grill66-deild karla:
HK: Sebastian Alexandersson og Guðfinnur Kristmannsson.
Víkingur: Jón Gunnlaugur Viggósson.
Fjölnir: Án þjálfara – leit stendur yfir.
Þór Ak.: Stevce Alusovski, framlengdi samning sinn nýverið til þriggja ára.
Kórdrengir: Róbert Sighvatsson.
Vængir Júpíters: ?????


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -