- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eins svekkjandi og það getur orðið

Díana Dögg Magnúsdóttir. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

„Þetta tap var eins svekkjandi og það getur orðið,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Sachsen Zwickau eftir eins marks tap fyrir Leverkusen, 25:24, á útivelli í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik.


Leverkusen skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins eftir að BSV Sachsen Zwickau hafði jafnað metin, 24:24, úr vítakasti örfáum sekúndum áður, vítakast sem Díana Dögg hafði unnið 15 sekúndum fyrir leikslok.


BSV Sachsen Zwickau er þar með enn í neðsta sæti með níu stig þegar ein umferð er eftir. Liðið á enn von um að ná næst neðsta sæti deildarinnar og komast í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Til þess verður BSV Sachsen Zwickau að vinna Oldenburg í lokaumferðinni á laugardaginn og treysta um leið á að Leverkusen leggi HL Buchholz 08-Rosengarten á sama tíma. HL Buchholz 08-Rosengarten er í sæti fyrir ofan BSV Sachsen Zwickau og einu stigi ofar.

Díana Dögg skoraði sex mörk, átti tvær stoðsendingar, skapaði fimm færi, stal boltanum einu sinni og vann eitt vítakast. Hún átti skilið að fá fleiri vítaköst en því miður þá var dómgæslan ekki eins og best mátti vera.

„Ég átti fínan leik en var óheppin með þrjú dauðafæri sem ég skapaði mér sjálf,“ sagði Díana Dögg.


„Við misstum boltann stundum klaufalega og dómgæslan var afleit í okkar garð, í hreinskilni sagt, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Díana Dögg og bætti við að þrátt fyrir þungan róður komi ekki til greina að leggja árar í bát meðan ennþá er von.

„Það er ennþá séns og við höldum í vonina um að allt gangi upp í lokaumferðinni,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður BSV Sachsen Zwickau við handbolta.is í kvöld.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -