- Auglýsing -
Markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson hefur framlengt samning sinn við Gróttu til tveggja ára. Einar Baldvin er uppalinn í Fossvoginum hjá Víkingi en hann lék með Val og Selfoss áður en hann kom til Gróttu fyrir ári þegar Stefán Huldar Stefánsson fór til Hauka eftir lánsdvöl.
Einar Baldvin átti afar gott tímabil með Gróttu í vetur og var með þriðju bestu hlutfallsmarkvörsluna í Olísdeldinni, 30,9%. Einar Baldvin var ennfremur markahæsti markmaður deildarinnar með átta mörk.
„Það eru mikil gleðitíðindi að Einar Baldvin verði áfram í herbúðum Gróttu enda frábær markmaður með mikinn metnað,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu í morgun.
- Auglýsing -