- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grétar Ari fór hamförum – Nice fer í umspilið

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, átti stórleik í kvöld þegar lið hans Nice vann Valence í lokaumferð frönsku 2. deildarinnar í handknattleik, 32:26. Með sigrinum innsiglaði Nice sér þátttökurétt í umspili um sæti í 1. deild á næstu leiktíð. Nice hafnaði í fjórða sæti en sex efstu liðin taka þátt í umspilinu.


Grétar Ari varði 20 skot í leiknum, þar af tvö vítaköst, 43% hlutfallsmarkvarsla. Óhætt er að segja að hann hafi farið á kostum. Ekki síst fór Hafnfirðingurinn hamförum í fyrri hálfleik þegar leikmenn Valence skoruðu aðeins níu sinnum. Nice var með sjö marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:9.


Það er talsverður áfangi fyrir karalið Nice að ná svo langt en það hefur jafnt og þétt sótt í sig sig veðrið á undanförnum árum. Á síðasta tímabili, sem var fyrsta tímabilið sem Grétari Ari lék með Nice, var það liðið um miðja deild en nú kemur fjórða sætið í hlut þess.


Ivry og Cherbourg höfnuðu í tveimur efstu sætum 2. deildar og koma til leiks í undanúrslitum umspilsins en Pontault, Nice, Sélestat og Dijon hefja umspilið, eftir því sem næst verður komist.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -