- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Of margir tapaðir boltar

Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals er meidd og verður ekkert meira með Val á keppnistímabilinu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Að þessu sinni féll sigurinn Fram meginn í frábærum handboltaleik tveggja frábærra liða,“ sagði Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals, sem átti stórleik í fyrsta úrslitaleik Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Framhúsinu í gærkvöld. Sara Sif varði 17 skot, 38% markvarsla, í naumu tapi Valsliðsins, 28:27, í æsilega spennandi og skemmtilegum leik.


„Mér fannst við tapa boltanum of oft. Framliðið refsar hratt og örugglega þegar það gerist. Í þessu lá munurinn að mínu mati í leiknum,“ sagði Sara Sif og benti m.a. að helmingur 12 marka Fram í fyrri hálfleik hafi verið skoraður eftir hraðaupphlaup og sennilega hafi hlutfallið verið svipað í síðari hálfleik.

„Við gáfum þeim oft boltann með því að ljúka sóknum okkar illa. Það gerðist til dæmis þegar við vorum komnar yfir, 22:21, eftir miðjan síðari hálfleik. Þá náði Fram-liðið þremur hraðaupphlaupum í röð.


Í uppstilltum leik þá fannst mér við alveg ráða við Framara. Við verðum að draga lærdóm af þessum leik fyrir næstu viðureign,“ sagði Sara Sif sem þegar er farið að hlakka til næsta leiks liðanna á heimavelli Vals á mánudagskvöldið.


„Það er bara áfram og gakk og næsti leikur. Það getur verið ágætt að vera pirraður eftir leik. Þá mætir maður brjálaður í þann næsta,“ sagði Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals, ákveðin í samtali við handbolta.is í Framhúsinu í gærkvöld.


Önnur viðureign Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Origohöll Valsara á mánudagskvöld og hefst klukkan 19.30. Óhætt er að hvetja áhugafólk um handknattleik til þess að fjölmenna á leikinn en viðureignin í gærkvöld vera mikil og góð skemmtun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -