- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Við náðum sætinu!“

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau tryggðu sér í dag sæti í umspili um keppnisrétt í 1. deildinni í lokaumferð deildarinnar í dag. BSV Sachsen Zwickau vann Oldenburg á útivelli með sjö marka mun, 29:22, og komst þar með upp úr neðsta sæti upp í það næst neðsta. Aðeins eitt lið fellur beint úr deildinni. Leikmenn HL Buchholz 08-Rosengarten verða að bíta í það súra epli að falla en þeir töpuðu fyrir Leverkusen í dag.


BSV Sachsen Zwickau mætir þar með Göppingen í umspili, heima og að heiman. Fyrri viðureignin verður miðvikudaginn 1. júní og sú síðari þann fjórða. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja ráða því hvort liðið öðlast sæti i 1. deild á næsta keppnistímabili. Göppingen varð í öðru sæti 2. deildar en keppni í deildinni lauk einnig í dag. Embla Jónsdóttir, fyrrverandi leikmaður FH, hefur verið viðloðandi Göppingenliði á leiktíðinni.


„Leikurinn var góður hjá okkur en sérstaklega var fyrri hálfleikur var mjög góður og markvarslan einnig. Þar með fengum við auðveldu mörkin,“ sagði Díana Dögg í sjöunda himni þegar handbolti.is heyrði henni hljóðið skömmu eftir að flautað var til leiksloka. Díana Dögg var sátt við eigin frammistöðu í leiknum en sagði sigurinn og umspilssætið hafa skipt öllu máli. „Við náðum sætinu!“

Sjö stoðsendingar og sex sköpuð færi

„Ég skoraði eitt mark átti sjö stoðsendingar, sex sköpuð færi, fiskaði þrjú víti, vann boltann fjórum sinnum, varði einn bolta og fiskaði eina út af í 2 mín en átti í raun og veru að fá brottrekstur á aðra. Vörnin stóð vel. Ég var tekin úr umferð um tíma auk þess sem gengið var hart út á móti mér,“ sagði Díana Dögg sem er á meðal 20 markahæstu leikmanna deildarinnar þegar upp er staðið á sínu fyrsta keppnistímabili í þessari sterku deild.


BSV Sachsen Zwickau kom upp í 1. deild fyrir ári eftir aldfjórðung í 2. deild.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -