- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjögur mörk og naumt tap í grannaslag

Selfyssingarnir og landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Teitur Örn Einarsson. Mynd/Thelma
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar lið hans Flensburg tapaði naumlega á heimavelli fyrir Kiel, 28:27, í 106. nágrannaslag liðanna í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þar með dró mjög úr vonum Flensburgliðsins á að krækja í annað sæti deildarinnar. Liðið er í fjórða sæti með 46 stig, fjórum á eftir Kiel og Füchse Berlin.


Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer HC unnu góðan sigur á Leipzig á útivelli, 26:22. Arnór Þór kom lítið við sögu í leiknum og skoraði ekki mark. Bergischer situr í 13. sæti af 18 liðum deildarinnar þegar liðið á þrjá leiki eftir.


Erlangen, liðið þar sem Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari, steinlá á heimavelli fyrir Füchse Berlin, 31:25. Erlangen er fyrir öllu úr allri fallhættu. Berlínarliðið er hinsvegar í harðri keppni við THW Kiel um annað sætið. Hvort lið hefur 50 stig en Kiel á fjóra leiki eftir óleikna en Füchse þrjá.


Janus Daði Smárason skoraði ekki mark en átti þess í stað fimm stoðsendingar í öruggum sigri Göppingen á neðsta liði deildarinnar, Lübbeck, 27:22, en leikið var á heimavelli Lübbeck-liðsins. Göppingen er í hörðum slag við Wetzlar um fimmta sætið sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð. Sjötta sætið veitir ekki slíkan rétt. Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo eru skammt á eftir.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -