- Auglýsing -
Áfram heldur í kvöld kapphlaupið um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna þegar Valur og Fram mætast öðru sinni. Í þetta skipti verður leikið í Origohöll Valsmanna og flautað til leiks klukkan 19.30.
Fram vann nauman sigur, 28:27, í fyrstu viðureign liðanna í Framhúsinu á föstudagskvöldið. Sem fyrr þá verður það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki Íslandsmeistari.
Úrslit í fyrri viðureignum liðanna á keppnistímabilinu
Olísdeild kvenna:
6. nóvember: Fram – Valur 24:25.
24. febrúar: Valur – Fram 25:24.
9. apríl: Fram – Valur 24:17.
Coca Cola-bikarinn 2021 – undanúrslit:
30. september: Valur – Fram 19:22.
Coca Cola-bikarinn 2022 – úrslitaleikur:
12. mars: Fram – Valur 19:25.
Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna:
20. maí: Fram – Valur 28:27.
Olísdeild kvenna, annar úrslitaleikur kvenna:
Origohöllin: Valur – Fram, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2Sport.
Leikjadagskrá úrslitaleikja Olísdeildar kvenna er að finna hér.
- Auglýsing -