- Auglýsing -
Byrjað er að rífa upp gólfið í Laugardalshöllinni eftir að heitt vatn rann inn á það og undir svo klukkustundum skipti nótt eina í síðustu viku. Heimildir handbolta.is herma að útlitið sé slæmt og allt að hálft ár geti liðið þangað til að kappleikir fari fram aftur á fjölum Laugardalshallar.
Ekki er nóg að fjarlægja allt parketið heldur þarf að skipta út undirstöðum og klæðningu vegna þess að allt var orðið vatnssósa. Framundan er þar af leiðandi mjög viðamiklar lagfæringar sem gengið er út frá að taki enn lengri tíma en í fyrstu var talið.
- Auglýsing -