- Auglýsing -
Í kvöld geta úrslitin ráðist á Íslandsmóti kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, þegar Valur og Fram mætast í fjórða sinn í úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn í Origohöllinni á Hlíðarenda. Viðureignin hefst klukkan 19.30. Leikið verður til þrautar vegna þess að jafntefli eru ekki í boði í úrslitakeppninni nú fremur en áður.
Fram hefur yfirhöndina í viðureigninni. Fram hefur unnið tvo leiki, 28:27 og 25:22. Valur vann heimaleik sinn á mánudaginn, 27:26. Viðureignir liðanna til þessa hafa verið hnífjafnar og mjög skemmtilegar.
Vinni Fram leikinn í kvöld hreppir félagið Íslandsbikarinn í 23. sinn í kvennaflokki. Vinni Valur öðru sinni á heimavelli verður að kalla liðin saman til oddaleiks sem fer þá fram á þriðjudagskvöld á heimavelli Fram.
Olísdeild kvenna, fjórði úrslitaleikur:
Origohöllin: Valur – Fram (1:2), kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.
Handbolti.is verður að vanda með textalýsingu frá leiknum.
- Auglýsing -