Fjórir íslenskir handknattleiksþjálfarar verða í eldlínunni á HM karla í handknattleik sem fram fer í Egyptalandi í janúar en alls taka landslið þrjátíu og tveggja þjóða þátt í mótinu að þessu sinni. Það er einum þjálfara færra en á HM 2019 þegar fimm Íslendingar voru við stjórnvölin.
Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands sem verður í A-riðli með Grænhöfðaeyjum, Ungverjum og Úrúgvæ.
Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Japans sem verður í C-riðli með Angóla, Katar og Króatíu.
Guðmundur Þórður Guðmundsson er landsliðsþjálfari Íslands í F-riðli með Alsír, Marokkó og Portúgal.
Halldór Jóhann Sigfússon er landsliðsþjálfari Barein í D-riðli með Argentínu, Danmörku og Kongó.
Þátttökuþjóðir verða 32.
Fimm Íslendingar þjálfuðu landslið á HM karla 2019 sem fram fór í Danmörku og Þýskalandi.
Aron Kristjánsson – Barein
Dagur Sigurðsson – Japan
Guðmundur Þórður Guðmundsson – Ísland
Kristján Andrésson – Svíþjóð
Patrekur Jóhannesson – Austurríki
Þátttökuþjóðir voru 24.
Á HM 2017 voru fjórir:
Dagur Sigurðsson – Japan
Geir Sveinsson – Ísland
Guðmundur Þórður Guðmundsson – Danmörk
Kristján Andrésson – Svíþjóð
Þátttökuþjóðir voru 24.
Á HM 2015 voru í fyrsta sinn fjórir Íslendingar þjálfarar landsliða á sama HM:
Aron Kristjánsson – Ísland
Dagur Sigurðsson – Þýskaland
Guðmundur Þórður Guðmundsson – Ísland
Patrekur Jóhannesson – Austurríki
Þátttökuþjóðir voru 24.