- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stig eftir góða endaspretti

Janus Daði Smárason á fullri ferð í leik með Göppingen á síðasta keppnistímabili. Mynd/Frisch auf Göppingen
- Auglýsing -

Janus Daði Smárason og félagar í Göppingen færðust upp í fimmta sæti þýsku 1. deildarinnar í dag með sigri á Wetzlar á heimavelli, 33:30. Á sama tíma tókst Bjark Má Elíssyni og hans samherjum í Lemgo að tryggja sér eitt stig í heimsókn til Leipzig eftir mikinn endasprett í kaflaskiptum leik, 32:32.

Það var ekki fyrr en í blálokin sem leikmenn Göppingen náðu að komast fram úr í spennandi leik gegn Wetzlar á heimavelli. Gestirnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16. Fljótlega í síðari hálfleik tókst Janusi og samherjum að jafna metin. Eftir það var viðureignin í járnum þangað til á allra síðustu mínútunum þegar Göppingen náði að stinga sér framúr.

Með tvö mörk


Janus Daði skoraði tvö mörk í fjórum skotum. Marcel Schiller var markahæstur hjá Göppingen með níu mörk, þar af sjö úr vítaköstum. Stefan Cavor skoraði sjö sinnum fyrir Wetzlar og Emil Mellegard fimm.

Kaflaskipt í Leipzig

Bjarki og félagar sóttu Leipzig heim, en lið Leipzig var að leika sinn fyrsta leik í um þrjár vikur eftir að hluti leikmannahópsins auk þjálfarans veiktust af covid 19. Engu var líkara framan af viðureigninni í dag en að leikmennn Leipzig hefðu ekki náð fullum kröftum. Lemgo var sterkara liðið og var m.a. með fimm marka forskot, 14:9, þegar 20 mínútur voru liðnar af leiktímanum. Dregið hafði saman með liðunum fyrir hálfleik þegar munurinn var kominn niður í tvö mörk, 17:15.

Bjarki Már Elísson, markakóngur þýsku 1. deildarinnar á síðasta keppnistímabili. Lemgo. Mynd/Lemgo Lippe


Allt annað lið virtist mæta til leiks hjá Leipzig í síðari hálfleik. Það tók öll völd og var með yfirhöndina, tvö til þrjú mörk lengst af. Allt stefndi í sigur heimamanna þegar leikmenn Lemgo náði góðum endaspretti og skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins, jafntefli, 32:32.

Skoraði fimm

Bjarki Már skoraði fimm mörk, þar af þrjú úr vítakasti. Honum brást aðeins bogalistin í einu skoti í leiknum. Gedeon Guardiola Villaplana skoraði sex mörk fyrir Lemgo og Patrick Larsen var með átta fyrir Leipzig.


Staðan:
Kiel 14(8), R-N Löwen 14(8), Flensburg 12(7), Stuttgart 11(9), Göppingen 10(7), Wetzlar 10(9), Melsungen 9(6), Füchse Berlin 9(7), Erlangen 9(9), Lemgo 9(9), Magdeburg 8(7), Leipzig 8(7), Bergischer 7(8), Hannover-Burgdorf 6(7), Nordhorn 6(9), Balingen 4(8), Minden 3(6), Ludwigshafen 3(9), Essen 2(6), Coburg 0(8).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -