- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Broch æfir á ný, Adžić hættur og Svíinn rekinn

Yvette Broch t.v. að skora fyrir Györ áður en hún hætti keppni 2918. Broch er á leið til CSM í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Yvette Broch, ein fremsta línukona sinnar samtíðar, hefur óskað eftir því að fá að æfa með franska liðinu Metz. Broch, sem er 29 ára gömul og á að baki 118 landsleiki fyrir Holland, hætti skyndilega í ágúst 2018. Hún var þá leikmaður ungverska stórliðsins Györ. Bar hún því við að vera orðinn úrvinda af þreytu af völdum íþrótta. Broch segir við hollenska fjölmiðla að sér langi aðeins að æfa og þess vegna hafi hún leitað á náðir Emmanuel Mayonnade, landsliðsþjálfara Hollands sem jafnframt er þjálfari Metz. Broch lék með Metz frá 2011 til 2015 er hún gekk til liðs við Györ. Kannski verður hún komin á fullt með Metz þegar keppni heldur áfram í frönsku deildinni og Meistaradeild á nýju ári?
  • Dragan Adžić er hættur þjálfun svartfellska meistaraliðsins ŽRK Budućnost. Adžić tók við þjálfun liðsins í janúar 2010 og stýrði því m.a. til sigurs í Meistaradeild Evrópu 2012 og aftur þremur árum síðar auk þess að komast í undanúrslit 2016 og 2017. Adžić  hefur átt fremur erfitt uppdráttar með lið sitt á tímabilinu sem hefur markast að talsverðum meiðslum leikmanna. Við þjálfun Budućnost-liðsins tekur goðsögnin Bojana Popovic sem lék árum saman með liðinu undir stjórn Adžić. 
  • Per Johansson verður ekki með landslið Svartfjallalands á EM í handbolta kvenna eins og til stóð. Honum var sagt upp í gær. Svíinn tilkynnti fyrir nokkru að hann ætlaði að hætta með landsliðið eftir EM þegar samningur hans rennur út eftir þriggja ára starf. Johansson tók í sumar við þjálfun rússneska meistaraliðsins Rostov-Don. Landslið Svartfellinga kemur saman til æfinga á miðvikudag. Það verður í riðli með Dönum, Slóvenum og Evrópumeisturum Frakka.
  • Ekki þarf að koma á óvart þótt tilkynnt yrði í dag eða á morgun að Dragan Adžić hafi verið ráðinn landsliðsþjálfari Svartfellinga í stað Johansson.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -