- Auglýsing -
Eftir leiki sem fram fóru um síðustu helgi var gert hlé á keppni í Meistaradeild kvenna í handknattleik vegna Evrópumótsins sem hefst 3. desember. Þótt dagskrá keppninnar hafi farið úr skorðum undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar þá hefur það ekki komið í veg fyrir að margir skemmtilegir leikir hafa þó verið á dagskrá. Handbolti.is hefur fylgst vel með Meistaradeild kvenna og mun taka upp þráðinn á ný þegar blásið verður til leiks á nýju ári.
Meðfylgjandi er einnar mínútu langt myndskeið sem Handknattleikssamband Evrópu hefur tekið saman með nokkrum frábærum tilþrifum í leikjum keppninnar fram til þessa.
- Auglýsing -